Líkamsburðir og umhirða

Líkamsburðir Silky terrier.

Silky terrier vega um 4-5 kg (karlhundar almennt þyngri en tíkur) og eru um 23-26 cm á hæð við herðablöðin. Silky terrier virkar sterklega byggður hundur og virkar ekki viðkvæmur á neinn hátt. Þeir hafa einfaldan feld með löngum hárum, ekki ósvipuðum mannshárum. Hárin eru glábláleit á búknum en brún á andliti, fótum og eyrum. Kollurinn er oftast í ljósari brúnum lit.

Feldurinn er síður en þó ekki það löng að hundurinn dragi þau eftir jörðinni. Hárin á eyrum og fótum eiga að vera snögg. Allur feldurinn á að vera mjúkur eins og silki en þó ekki of mjúkur/ullarlegur né of stífur.

Umhirða á Silky terrier.

Feldurinn þarfnast ekki mikils tilstands. Sýningarhundar eru baðaðir á 2-4 vikna fresti með sjampói og hárnæringu og þess á milli er feldurinn greiddur með góðum hárbursta. Ágætt er að klippa neglurnar vikulega. Snyrtið örlítið hárin á fótum og eyrum og hárin á skottinu eiga að vera um 2,5-3 cm á lengd. Það getur tekið 12-18 mánuði fyrir feld að ná réttri lengd fyrir hundasýningar.

Þegar hundar eru ekki í sýningum er feldurinn ýmist klipptur stuttur eða rakaður í 2,5-3 cm lengd.